Ekki liggur fyrir hvenær Spölur hættir gjaldtöku í göngin Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 12:55 Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli. Hvalfjarðargöng Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli.
Hvalfjarðargöng Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira