Ekki liggur fyrir hvenær Spölur hættir gjaldtöku í göngin Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 12:55 Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli. Hvalfjarðargöng Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira