Konan var úrskurðuð látin þegar komið var á Landspítalann. Hún var á ferð með eiginmanni sínum þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá en töluvert vatn var í ánni.
Tildrög slyssins eru óljós en maðurinn var bæði blautur og kaldur þegar björgunarlið kom á staðinn.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.