Núvitund í skólum hefur jákvæð áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 20:30 Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent