Vitleysisgangur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:00 Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar