Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 09:20 Frá vettvangi við Öskju í morgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, segir bifreiðarnar átta sem skemmdust í bruna í morgun ýmist hafa verið í eigu viðskiptavina eða umboðsins. Um er að ræða nýlegar bifreiðar. Upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu verða skoðaðar í dag.Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Vísir/Stöð 2Eins og áður hefur komið fram eru að minnsta kosti átta bifreiðar mikið skemmdar eða ónýtar eftir brunann. Þá segir Jón Trausti að talið sé augljóst að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu.Sjá einnig: Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Þá verður farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum við bílaumboðið á næstu klukkutímum. Ekkert hefur þó enn komið í ljós um mannaferðir á vettvangi í morgun, að sögn Jóns Trausta. Hann segir viðbragðsaðila hafa brugðist fljótt við og náð að takmarka tjónið. „En það er bara mikil mildi að ekki fór verr, að enginn slasaðist og að slökkviliðið var gríðarlega fljótt á staðinn. Okkar öryggisfyrirtæki var einnig mjög fljótt að átta sig á málinu þannig að sem betur fer var tjónið bara á þessum bílum og engu öðru.“Bílarnir bæði í eigu umboðsins og viðskiptavina Jón Trausti segir nýlegar bifreiðar hafa skemmst í brunanum, annars vegar af tegundinni Mercedes Benz og hins vegar Kia. „Það voru þarna líklega fjórir í okkar eigu, sem eru bifreiðar sem við lánum viðskiptavinum. Svo eru þarna líklega fjórir bílar í eigu viðskiptavina sem hafa verið að sækja þjónustu hjá okkur á verkstæðinu. Við erum núna að upplýsa þá eigendur og láta þá vita hver staðan er.“ Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um bílbruna við Öskju skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn var slökktur um klukkustund síðar. Lögreglumál Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, segir bifreiðarnar átta sem skemmdust í bruna í morgun ýmist hafa verið í eigu viðskiptavina eða umboðsins. Um er að ræða nýlegar bifreiðar. Upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu verða skoðaðar í dag.Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Vísir/Stöð 2Eins og áður hefur komið fram eru að minnsta kosti átta bifreiðar mikið skemmdar eða ónýtar eftir brunann. Þá segir Jón Trausti að talið sé augljóst að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu.Sjá einnig: Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Þá verður farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum við bílaumboðið á næstu klukkutímum. Ekkert hefur þó enn komið í ljós um mannaferðir á vettvangi í morgun, að sögn Jóns Trausta. Hann segir viðbragðsaðila hafa brugðist fljótt við og náð að takmarka tjónið. „En það er bara mikil mildi að ekki fór verr, að enginn slasaðist og að slökkviliðið var gríðarlega fljótt á staðinn. Okkar öryggisfyrirtæki var einnig mjög fljótt að átta sig á málinu þannig að sem betur fer var tjónið bara á þessum bílum og engu öðru.“Bílarnir bæði í eigu umboðsins og viðskiptavina Jón Trausti segir nýlegar bifreiðar hafa skemmst í brunanum, annars vegar af tegundinni Mercedes Benz og hins vegar Kia. „Það voru þarna líklega fjórir í okkar eigu, sem eru bifreiðar sem við lánum viðskiptavinum. Svo eru þarna líklega fjórir bílar í eigu viðskiptavina sem hafa verið að sækja þjónustu hjá okkur á verkstæðinu. Við erum núna að upplýsa þá eigendur og láta þá vita hver staðan er.“ Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um bílbruna við Öskju skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn var slökktur um klukkustund síðar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28