Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:16 Broidy (t.h.) lék lykilhlutverk í að smala saman fé frá fjársterkum aðilum til að fjármagna forsetaframboð Donalds Trump. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi.
Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00