Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 09:26 Síðasta vikan hefur verið Michael Cohen erfið í skauti. Hann er nú til rannsóknar alríkisyfirvalda. Vísir/AFP Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22