Krefja Kristínu Soffíu um afsökunarbeiðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 12:00 Ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur virðast hafa farið fyrir brjóstið á Eyþóri Arnalds og félögum hans í minnihluta. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari/Stefán Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist afsökunar og að hún dragi ummæli um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brotið trúnað eftir að þeir gengu út af fundi ráðsins í síðustu viku til baka.Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna á aukafundi ráðsins sem haldinn var á föstudaginn efir umdeildan fund ráðsins á miðvikudag.Deilur hafa staðið yfir um lögmæti fyrri fundarins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja meina að til fundarins hafi ekki verið boðað með lögmætum hætti, því væri hægt að véfengja lögmæti fundarins og þær ákvarðanir sem þar væru teknar fyrir dómstólum. Gengu Hildur Björnsdóttir, Eyþór Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir því af fundinumSjá einnig:Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta myndÁkvörðun borgarfulltrúanna þriggja var harðlega gagnrýnd af Kristínu Soffíu sem sagði útspil borgarfulltrúanna þriggja vera „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup“ sem hún hafi upplifað á ferli hennar í stjórnmálum.„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér,“ skrifaði Kristín Soffía á Facebook eftir fundinn.Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu en Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur verið sökuð um að „ulla“ á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSegja engum trúnaðarupplýsingum hafa verið komið á framfæri Þessi ummæli Kristínar Soffíu virðast hafa farið fyrir brjóstið á fulltrúm minnihlutans í skipulags- og samgönguráði og létu fulltrúar hans bóka eftirfarandi á aukafundinum á föstudaginn.„Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“Sjá einnig: Segir Lív einnig hafa „ullað“ á EyþórSem fyrr segir telja fulltrúar minnihlutans að fundur skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag hafi ekki verið boðaður með réttum hætti og því hafi ekki verið hægt að taka bindandi ákvarðanir á fundinum. Lögðu fulltrúar minnihlutans fram lögfræðiálit frá lögfræðistofunni BBA Legal til þess að rökstyðja mál sitt og ætlar minnihlutinn að senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.Lögfræðingar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem og lögfræðingur miðlægrar stjórnsýslu, telja þó að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti. Allir fulltrúar ráðsins hafi vitað af fundinum en á vef borgarinnar segir að tímabundin bilun í tölvukerfi hafi orðið þess valdandi að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist afsökunar og að hún dragi ummæli um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brotið trúnað eftir að þeir gengu út af fundi ráðsins í síðustu viku til baka.Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna á aukafundi ráðsins sem haldinn var á föstudaginn efir umdeildan fund ráðsins á miðvikudag.Deilur hafa staðið yfir um lögmæti fyrri fundarins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja meina að til fundarins hafi ekki verið boðað með lögmætum hætti, því væri hægt að véfengja lögmæti fundarins og þær ákvarðanir sem þar væru teknar fyrir dómstólum. Gengu Hildur Björnsdóttir, Eyþór Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir því af fundinumSjá einnig:Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta myndÁkvörðun borgarfulltrúanna þriggja var harðlega gagnrýnd af Kristínu Soffíu sem sagði útspil borgarfulltrúanna þriggja vera „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup“ sem hún hafi upplifað á ferli hennar í stjórnmálum.„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér,“ skrifaði Kristín Soffía á Facebook eftir fundinn.Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu en Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur verið sökuð um að „ulla“ á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSegja engum trúnaðarupplýsingum hafa verið komið á framfæri Þessi ummæli Kristínar Soffíu virðast hafa farið fyrir brjóstið á fulltrúm minnihlutans í skipulags- og samgönguráði og létu fulltrúar hans bóka eftirfarandi á aukafundinum á föstudaginn.„Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“Sjá einnig: Segir Lív einnig hafa „ullað“ á EyþórSem fyrr segir telja fulltrúar minnihlutans að fundur skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag hafi ekki verið boðaður með réttum hætti og því hafi ekki verið hægt að taka bindandi ákvarðanir á fundinum. Lögðu fulltrúar minnihlutans fram lögfræðiálit frá lögfræðistofunni BBA Legal til þess að rökstyðja mál sitt og ætlar minnihlutinn að senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.Lögfræðingar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem og lögfræðingur miðlægrar stjórnsýslu, telja þó að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti. Allir fulltrúar ráðsins hafi vitað af fundinum en á vef borgarinnar segir að tímabundin bilun í tölvukerfi hafi orðið þess valdandi að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00