Krefja Kristínu Soffíu um afsökunarbeiðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 12:00 Ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur virðast hafa farið fyrir brjóstið á Eyþóri Arnalds og félögum hans í minnihluta. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari/Stefán Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist afsökunar og að hún dragi ummæli um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brotið trúnað eftir að þeir gengu út af fundi ráðsins í síðustu viku til baka.Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna á aukafundi ráðsins sem haldinn var á föstudaginn efir umdeildan fund ráðsins á miðvikudag.Deilur hafa staðið yfir um lögmæti fyrri fundarins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja meina að til fundarins hafi ekki verið boðað með lögmætum hætti, því væri hægt að véfengja lögmæti fundarins og þær ákvarðanir sem þar væru teknar fyrir dómstólum. Gengu Hildur Björnsdóttir, Eyþór Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir því af fundinumSjá einnig:Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta myndÁkvörðun borgarfulltrúanna þriggja var harðlega gagnrýnd af Kristínu Soffíu sem sagði útspil borgarfulltrúanna þriggja vera „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup“ sem hún hafi upplifað á ferli hennar í stjórnmálum.„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér,“ skrifaði Kristín Soffía á Facebook eftir fundinn.Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu en Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur verið sökuð um að „ulla“ á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSegja engum trúnaðarupplýsingum hafa verið komið á framfæri Þessi ummæli Kristínar Soffíu virðast hafa farið fyrir brjóstið á fulltrúm minnihlutans í skipulags- og samgönguráði og létu fulltrúar hans bóka eftirfarandi á aukafundinum á föstudaginn.„Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“Sjá einnig: Segir Lív einnig hafa „ullað“ á EyþórSem fyrr segir telja fulltrúar minnihlutans að fundur skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag hafi ekki verið boðaður með réttum hætti og því hafi ekki verið hægt að taka bindandi ákvarðanir á fundinum. Lögðu fulltrúar minnihlutans fram lögfræðiálit frá lögfræðistofunni BBA Legal til þess að rökstyðja mál sitt og ætlar minnihlutinn að senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.Lögfræðingar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem og lögfræðingur miðlægrar stjórnsýslu, telja þó að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti. Allir fulltrúar ráðsins hafi vitað af fundinum en á vef borgarinnar segir að tímabundin bilun í tölvukerfi hafi orðið þess valdandi að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist afsökunar og að hún dragi ummæli um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brotið trúnað eftir að þeir gengu út af fundi ráðsins í síðustu viku til baka.Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna á aukafundi ráðsins sem haldinn var á föstudaginn efir umdeildan fund ráðsins á miðvikudag.Deilur hafa staðið yfir um lögmæti fyrri fundarins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja meina að til fundarins hafi ekki verið boðað með lögmætum hætti, því væri hægt að véfengja lögmæti fundarins og þær ákvarðanir sem þar væru teknar fyrir dómstólum. Gengu Hildur Björnsdóttir, Eyþór Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir því af fundinumSjá einnig:Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta myndÁkvörðun borgarfulltrúanna þriggja var harðlega gagnrýnd af Kristínu Soffíu sem sagði útspil borgarfulltrúanna þriggja vera „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup“ sem hún hafi upplifað á ferli hennar í stjórnmálum.„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér,“ skrifaði Kristín Soffía á Facebook eftir fundinn.Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu en Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur verið sökuð um að „ulla“ á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSegja engum trúnaðarupplýsingum hafa verið komið á framfæri Þessi ummæli Kristínar Soffíu virðast hafa farið fyrir brjóstið á fulltrúm minnihlutans í skipulags- og samgönguráði og létu fulltrúar hans bóka eftirfarandi á aukafundinum á föstudaginn.„Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“Sjá einnig: Segir Lív einnig hafa „ullað“ á EyþórSem fyrr segir telja fulltrúar minnihlutans að fundur skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag hafi ekki verið boðaður með réttum hætti og því hafi ekki verið hægt að taka bindandi ákvarðanir á fundinum. Lögðu fulltrúar minnihlutans fram lögfræðiálit frá lögfræðistofunni BBA Legal til þess að rökstyðja mál sitt og ætlar minnihlutinn að senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.Lögfræðingar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem og lögfræðingur miðlægrar stjórnsýslu, telja þó að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti. Allir fulltrúar ráðsins hafi vitað af fundinum en á vef borgarinnar segir að tímabundin bilun í tölvukerfi hafi orðið þess valdandi að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00