Sveitarfélögin skora – boltinn hjá Alþingi Erna Reynisdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:45 Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun