Tók lögin í eigin hendur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:41 Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband. Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íbúi í Breiðholti lagði bandarískum ferðamanni lið á dögunum og gerði sér lítið fyrir og sótti stolin bakpoka hennar inn í blokk í hverfinu. Bandarísk kona sem var hér á landi á Menningarnótt lenti í því að bakpokanum hennar var stolið í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði samband við lögreglu en var sagt að lítið væri hægt að gera og var beðin að hafa samband eftir helgina. Hún átti flug heim á mánudeginum en í bakpokanum var tölvan hennar og sími. Hún gat staðsett símann, í gegnum staðsetningarbúnað hans, og sá að hann var í Breiðholti. Í framhaldi var henni komið í samband við Berglindi Haðardóttur Breiðholtsbúa sem ákvað að taka málin í sínar hendur ásamt sonum sínum og vinum þeirra. „Ég reyndi bara að peppa liðið og fá það með mér því það væri auðveldara ef við værum mörg. Bara fara á staðinn og ná í símann. Láta konuna gera “lost mode“ á símanum sínum, þannig að það heyrist svolítið hátt í símann. Þá getur viðkomandi ekki hundsað það,” segir hún. Berglind fór því á staðinn og var hleypt inn í blokkina. Síminn í bakpokanum var virkjaður og þegar gengið var á skerandi hávaða sem hann gaf frá sér fannst hann í gleymslu á jarðhæðinni. En var hún ekkert hrædd við að fara þarna inn, í ljósi þess að vita ekki hverju hún átti von á? „Þetta er kannski smá klikkun að gera þetta. Sem að ég hugsaði eftir á, hvað hefði getað gerst? Við vorum alveg búin að plana þetta, ég hefði aldrei farið ein,“ segir hún. Síðustu daga höfum við fjallað um lágmarksmönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þurft hefur að forgangsraða útköllum og jafnvel sleppa þeim alveg. Í þessu tilviki er til bókun hjá lögreglunni að farið var af stað með málið en ekki náðist í ferðamanninn í kjölfarið og það því stoppað í ferlinu. Jafnvel þótt lögregla þurfi að forgangsraða útköllum varar hún við því að borgarbúar taki lögin í eigin hendur, enda geti það farið illa. Alltaf er mælt með að hafa samband.
Lögreglumál Menningarnótt Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira