Ekkert er nýtt undir sólinni Sigurður Páll Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 „Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun