Ekkert er nýtt undir sólinni Sigurður Páll Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 „Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
„Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun