50 ár frá vígslu Norræna hússins í Reykjavík Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Við erum hér saman komin sem ánægðir þátttakendur í athöfn sem ekki telst til daglegra viðburða. Við höfum nú fyrir augum áþreifanlegan vitnisburð þess að Norðurlandaþjóðirnar heyra saman. Norræna húsið í Reykjavík hefur verið reist og fullgert, hús sem að allri sinni gerð ber vitni fagurri og göfugri hugsun, sem glætt hefur huga margra, hinni norrænu hugsun.“ Svona komst Nóbelsskáldið Halldór Laxness að orði í ræðu sinni við vígslu Norræna hússins í Reykjavík 24. ágúst 1968. Tilurð hússins má rekja til fundar norrænu félaganna sem haldinn var í Reykjavík 1960. Þar var lagt til að reist yrði á Íslandi norræn stofnun í því skyni að efla tengsl Íslands og annarra Norðurlanda. Hinn heimsþekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið og hófst bygging þess haustið 1965. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir það mikil tímamót að einn af meisturum byggingarlistar á 20. öld hafi verið fenginn til að vinna verkefni á Íslandi. „Það er út af fyrir sig einstakur viðburður. Það er líka gaman að því að húsið er mjög dæmigert fyrir fyrri verk hans. Þarna er að finna sitt lítið af hverju úr hans byggingum.“ Að sögn Péturs eru mörg húsa Alto á afskekktum stöðum og ekki algeng í stórborgum heimsins. „Ef ég ætti að velja kannski fimm verk á sviði byggingarlistar sem fólk ætti að sjá á Íslandi væri Norræna húsið sennilega efst á þeim lista. Það er ómetanlegt að eiga þetta hús.“ Þá segir Pétur nálgun Alto að hönnun hússins segja mikið um hans byggingarlist. „Það skiptir miklu máli að hann fékk að ráða staðsetningu hússins á háskólalóðinni. Hann sá fyrir sér miðhluta Reykjavíkur sem eina heild og fékk þá snilldarhugmynd að framlengja tjörnina yfir Hringbraut. Þótt húsið sé ekki stórt er það gríðarlega mikilvægt í borgarmynd Reykjavíkur.“ Hugmyndin um að reisa menningarmiðstöð var ný á Íslandi á þessum tíma. „Alto leysir það vel með því að hafa húsið frekar minna en stærra. Það virkar eins og heimili, er notalegt og virkar aldrei tómt. Húsið tekur vel á móti fólki. Ég held að innsæi Alto eigi stóran þátt í því hvað starfsemi hússins hefur alltaf verið farsæl.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Norðurlönd Tíska og hönnun Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira