Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 23:31 Áfengisneysla í hófi er ekki jafn holl og margir vilja meina, samkvæmt rannsókninni. Vísir/Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi. Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi.
Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira