Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Birni Leví finnst laun þingmanna of há. Fréttablaðið/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust. Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?