Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2018 18:45 Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins. Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins.
Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56