Vankaður smyrill gisti á lúxushóteli í viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Guttormur Hugi hefur heimsótt hótelið aftur eftir að honum var sleppt. Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira