Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins. Fréttablaðið/Ernir Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. Ákæra var gefin út í málinu fyrir mörgum vikum en vegna sumarleyfa var málinu ekki úthlutað til dómara fyrr en í síðustu viku og þess vegna hefur orðið bið á birtingu ákærunnar. Fjölmiðlar hafa því enn ekki fengið upplýsingar um efni hennar, en hún telst formlega birt eftir að dómari hefur gefið út fyrirköll vegna þingfestingarinnar.Sjá einnig: Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Þrír eru enn í farbanni vegna málsins, þeirra á meðal Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í vor með eftirminnilegum hætti og komst alla leið til Hollands. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en Sindri Þór eru ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn á tölvunum eða hver hlutur hinna sex er talinn vera í málinu. Ekki kemur í ljós fyrr en við þingfestingu málsins hvaða afstöðu sakborningarnir sjö hafa til ákærunnar. Verðmæti tölvanna sem stolið var er talið hlaupa á hundruðum milljóna en vélarnar voru sérhannaðar til að grafa eftir bitcoin. Vélunum var stolið úr gagnaverum bæði í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum sem framin voru á tímabilinu desember 2017 til síðari hluta janúar 2018. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og leitin að hinum stolnu tölvum teygt sig alla leið til Kína þar sem 600 tölvur voru í óskilum fyrr í vor. Sú leit hefur þó enn engan árangur borið og tölvunar enn ófundnar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00 Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. Ákæra var gefin út í málinu fyrir mörgum vikum en vegna sumarleyfa var málinu ekki úthlutað til dómara fyrr en í síðustu viku og þess vegna hefur orðið bið á birtingu ákærunnar. Fjölmiðlar hafa því enn ekki fengið upplýsingar um efni hennar, en hún telst formlega birt eftir að dómari hefur gefið út fyrirköll vegna þingfestingarinnar.Sjá einnig: Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Þrír eru enn í farbanni vegna málsins, þeirra á meðal Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í vor með eftirminnilegum hætti og komst alla leið til Hollands. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en Sindri Þór eru ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn á tölvunum eða hver hlutur hinna sex er talinn vera í málinu. Ekki kemur í ljós fyrr en við þingfestingu málsins hvaða afstöðu sakborningarnir sjö hafa til ákærunnar. Verðmæti tölvanna sem stolið var er talið hlaupa á hundruðum milljóna en vélarnar voru sérhannaðar til að grafa eftir bitcoin. Vélunum var stolið úr gagnaverum bæði í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum sem framin voru á tímabilinu desember 2017 til síðari hluta janúar 2018. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og leitin að hinum stolnu tölvum teygt sig alla leið til Kína þar sem 600 tölvur voru í óskilum fyrr í vor. Sú leit hefur þó enn engan árangur borið og tölvunar enn ófundnar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00 Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00
Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01