Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 17:45 Trump hefur lengi kvartað undan gamla samkomulaginu, sem kallast NAFTA, og segir það hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað í Bandaríkjunum. Vísir/AP Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. Ríkisstjórn Donald Trump segir nýja samninginn koma Bandaríkjunum mun betur en sá gamli. Kanada kemur þó ekki enn að nýja samningnum. Trump sagði í dag að hann myndi hringja í Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og ræða við hann um málið. Hann sagði að Kanada gæti gengið inn í nýja samkomulagið, ef Kanadamenn yrðu „sanngjarnir“.Því næst hótaði Trump beita frekari tollum gegn nágrönnum Bandaríkjanna í norðri og sömuleiðis að leyfa þeim ekki að koma að samkomulaginu og gera þess í stað sérstakt samkomulag við Kanada.Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði þó í samtali hans og Trump í dag að hann vildi fá Kanada að borðinu einnig. Trump hefur lengi kvartað undan gamla samkomulaginu, sem kallast NAFTA, og segir það hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hafi flutt sig um set til Mexíkó þar sem laun þar séu lág. Meðal annars snýr samkomulagið að 40 til 45 prósent hvers bíls þurfi að framleiddur af starfsmönnum sem fái minnst 16 dali á klukkustund. Er því ætlað að koma í veg fyrir að bandarískir bílaframleiðendur flytji verksmiðjur sínar til Mexíkó.Viðræður á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada hafa staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma hefur Trump ítrekað hótað að fella NAFTA úr gildi án nýs samnings. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kanada sagði blaðamönnum í dag að ríkisstjórnin myndi skrifa undir samkomulag sem Kanada, og sérstaklega miðstétt landsins, hagnaðist á. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. Ríkisstjórn Donald Trump segir nýja samninginn koma Bandaríkjunum mun betur en sá gamli. Kanada kemur þó ekki enn að nýja samningnum. Trump sagði í dag að hann myndi hringja í Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og ræða við hann um málið. Hann sagði að Kanada gæti gengið inn í nýja samkomulagið, ef Kanadamenn yrðu „sanngjarnir“.Því næst hótaði Trump beita frekari tollum gegn nágrönnum Bandaríkjanna í norðri og sömuleiðis að leyfa þeim ekki að koma að samkomulaginu og gera þess í stað sérstakt samkomulag við Kanada.Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði þó í samtali hans og Trump í dag að hann vildi fá Kanada að borðinu einnig. Trump hefur lengi kvartað undan gamla samkomulaginu, sem kallast NAFTA, og segir það hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hafi flutt sig um set til Mexíkó þar sem laun þar séu lág. Meðal annars snýr samkomulagið að 40 til 45 prósent hvers bíls þurfi að framleiddur af starfsmönnum sem fái minnst 16 dali á klukkustund. Er því ætlað að koma í veg fyrir að bandarískir bílaframleiðendur flytji verksmiðjur sínar til Mexíkó.Viðræður á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada hafa staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma hefur Trump ítrekað hótað að fella NAFTA úr gildi án nýs samnings. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kanada sagði blaðamönnum í dag að ríkisstjórnin myndi skrifa undir samkomulag sem Kanada, og sérstaklega miðstétt landsins, hagnaðist á.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira