Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2018 11:31 Skemmtistaðurinn Shooters í Austurstræti. Vísir/Vilhelm Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum lækna hlaut dyravörður, sem varð fyrir árás á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags, mænuskaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði fjóra menn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknarhagsmuna. Eru þeir grunaðir um árásina. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn.Vísir sagði frá því í gærmorgun að dyravörðurinn væri alvarlega slasaður og sagður hryggbrotinn. Margeir gat ekki tjáð sig um hreyfigetu mansnins. Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn með hreyfigetu í efri helmingi líkamans. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, er grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Þetta miðar vel við erum að safna saman gögnum og ræða við vitni, þetta tekur alltaf tíma, bæði vitni og myndbönd sem við höfum stuðst við. Vegna alvarleika málsins var ákveðið að óska eftir að þeir sættu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglustjóra um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, til 7. september. Margeir segir ekkert benda til þess að fleiri en þessir fjórir hafi tekið þátt í árásinni. Hann segir rannsókn miða vel og verið sé að afla gagna og ræða við vitni. Margeir segir lögreglu hafa til hliðsjónar myndbönd úr öryggismyndavélum við rannsókn málsins en vildi ekkert tjá sig um hvað sæist á þeim myndböndum. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum lækna hlaut dyravörður, sem varð fyrir árás á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags, mænuskaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði fjóra menn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknarhagsmuna. Eru þeir grunaðir um árásina. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn.Vísir sagði frá því í gærmorgun að dyravörðurinn væri alvarlega slasaður og sagður hryggbrotinn. Margeir gat ekki tjáð sig um hreyfigetu mansnins. Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn með hreyfigetu í efri helmingi líkamans. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, er grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Þetta miðar vel við erum að safna saman gögnum og ræða við vitni, þetta tekur alltaf tíma, bæði vitni og myndbönd sem við höfum stuðst við. Vegna alvarleika málsins var ákveðið að óska eftir að þeir sættu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglustjóra um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, til 7. september. Margeir segir ekkert benda til þess að fleiri en þessir fjórir hafi tekið þátt í árásinni. Hann segir rannsókn miða vel og verið sé að afla gagna og ræða við vitni. Margeir segir lögreglu hafa til hliðsjónar myndbönd úr öryggismyndavélum við rannsókn málsins en vildi ekkert tjá sig um hvað sæist á þeim myndböndum.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02