Krónískt ástand Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun