Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram tillögu um að bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20