Huga þarf að brotaþola en einnig persónuvernd þegar fangi strýkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 15:22 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd. Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd.
Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53
Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06
Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34