Mikill léttir 11. ágúst 2018 09:00 Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar