Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 09:30 Tendai Biti í járnum í Harare, höfuðborg Simbabve. Vísir/EPA Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00
Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00