Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 09:30 Tendai Biti í járnum í Harare, höfuðborg Simbabve. Vísir/EPA Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00
Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00