Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 09:30 Tendai Biti í járnum í Harare, höfuðborg Simbabve. Vísir/EPA Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00
Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00