Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær. Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur. Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu. Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær. Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur. Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu. Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun