
Biðmál í borginni
Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr.
Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær.
Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur.
Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu.
Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli.
Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar