Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Gissur Sigurðsson skrifar 14. ágúst 2018 14:04 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi eins og kemur fram í frumvarpi sjávarútvegsráðherra og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. Málið muni óhjákvæmilega koma til kasta Persónuverndar. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra með þessu frumvarpi eru að sporna við brottkasti og vigtarsvindli, enda liggur fyrir að Fiskistofa telur sig vanbúna til að fylgjast með slíku. Þetta er gríðarlegt eftirlit með fjölmörgum persónum þannig að sú spurning vaknar hvort málið sé komið til kasta Persónuverndar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Það má segja að athygli Persónuverndar hafi verið vakin á þessu frumvarpi eins og gert er með almennum hætti þegar að mál eru sett í þessa svokölluðu samráðsgátt. Hins vegar hefur Persónuvend ekki formlega verið beðin um að veita umsögn,“ segir Helga. „Hvort sem það er gert með slíkum hætti er það svo að ný Persónuverndarlög sem tóku gildi 15. júlí gera ráð fyrir að þegar vinnsl persónuupplýsinga fer fram þarf að fara fram ákveðið hagsmunamat. Eftir því sem vinnslan er meiri þarf að leggja meiri vinnu í hagsmunamatið.“ Fari hagsmunamatið ekki fram hjá viðkomandi ráðuneyti þurfi það að fara fram hjá viðkomandi þjóðingi, þ.e. Alþingi í tilfelli Íslendinga. Málið er ekki komið á borð Persónuverndar enn sem komið er.Helgu Þórisdóttur, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Vilhelm„Ekki formlega en það er alveg ljóst að mál af þessari stærðargráðu mun fá umfjöllun Persónuverndar.“ Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir meðal annars að þessar hugmyndir stuðli að því að koma upp kerfi sem byggi á því að allir séu tortryggnir, og gengið sé út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks.Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má í spilaranum að ofan. Sjávarútvegur Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi eins og kemur fram í frumvarpi sjávarútvegsráðherra og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. Málið muni óhjákvæmilega koma til kasta Persónuverndar. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra með þessu frumvarpi eru að sporna við brottkasti og vigtarsvindli, enda liggur fyrir að Fiskistofa telur sig vanbúna til að fylgjast með slíku. Þetta er gríðarlegt eftirlit með fjölmörgum persónum þannig að sú spurning vaknar hvort málið sé komið til kasta Persónuverndar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Það má segja að athygli Persónuverndar hafi verið vakin á þessu frumvarpi eins og gert er með almennum hætti þegar að mál eru sett í þessa svokölluðu samráðsgátt. Hins vegar hefur Persónuvend ekki formlega verið beðin um að veita umsögn,“ segir Helga. „Hvort sem það er gert með slíkum hætti er það svo að ný Persónuverndarlög sem tóku gildi 15. júlí gera ráð fyrir að þegar vinnsl persónuupplýsinga fer fram þarf að fara fram ákveðið hagsmunamat. Eftir því sem vinnslan er meiri þarf að leggja meiri vinnu í hagsmunamatið.“ Fari hagsmunamatið ekki fram hjá viðkomandi ráðuneyti þurfi það að fara fram hjá viðkomandi þjóðingi, þ.e. Alþingi í tilfelli Íslendinga. Málið er ekki komið á borð Persónuverndar enn sem komið er.Helgu Þórisdóttur, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Vilhelm„Ekki formlega en það er alveg ljóst að mál af þessari stærðargráðu mun fá umfjöllun Persónuverndar.“ Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir meðal annars að þessar hugmyndir stuðli að því að koma upp kerfi sem byggi á því að allir séu tortryggnir, og gengið sé út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks.Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má í spilaranum að ofan.
Sjávarútvegur Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira