Eurovision: Samið um skuld ísraelska sjónvarpsins við EBU Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 17:43 Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði "Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn. Vísir/Getty Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem. Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem.
Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34