Hundrað þúsund krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar