Kvartarar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2018 06:00 Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun