Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 19:57 Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún. Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún.
Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira