Raforka í brennidepli fyrir kosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 08:00 Samkvæmt samkomulaginu skal landið knúið að fullu af endurnýjanlegum orkugjöfum 2040. Nordic photos/getty Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira