Inntak fullveldisins er menningin Svavar Gestsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Svavar Gestsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun