Forseti GSÍ segir sambandið fara eftir reglum um bann við áfengisauglýsingum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 13:17 Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Vísir/Stefán Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21