Fundi sérfræðinga lokið: Fyrsta vatnið undan Skaftárjökli rennur fram eftir rúman sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 15:18 Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir Hlaup í Skaftá Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir
Hlaup í Skaftá Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira