Fundi sérfræðinga lokið: Fyrsta vatnið undan Skaftárjökli rennur fram eftir rúman sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 15:18 Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir Hlaup í Skaftá Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir
Hlaup í Skaftá Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira