Fundi sérfræðinga lokið: Fyrsta vatnið undan Skaftárjökli rennur fram eftir rúman sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 15:18 Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir Hlaup í Skaftá Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir
Hlaup í Skaftá Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira