Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 16:30 Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar. Lögregla bað hjólreiðafólk að vanda sig í umferðinni í gær. Vísir/Samsett Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50
Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent