Lítrahelgin Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar