Dósent í viðskiptafræði segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 13:31 Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Vísir/Sigurjón Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira