Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 19:30 Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40
Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07
Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25
Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32
Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57