Bölvuð kaldhæðnin G. Pétur Matthíasson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bölvuð Vegagerðin Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun