Twitter ætlar ekki að banna alræmdan samsæriskenningasmið Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 10:39 Alex Jones hefur notað samfélagsmiðla til að básúna vanstilltar samsæriskenningar sínar. Vísir/EPA Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars. Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars.
Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14
Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00