Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:09 Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. Vísir/AFP Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis. Norðurlönd Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis.
Norðurlönd Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira