Mikilvægi gleðigöngunnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Hinsegin Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun