Mikilvægi gleðigöngunnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Hinsegin Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun