Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Bergþór Másson skrifar 8. ágúst 2018 23:26 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43