Guðmundur Hörður vill verða formaður Neytendasamtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Fyrrverandi formaður Landverndar vill stýra Neytendasamtökunum og boðar breytingar. Aðsend Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“ Neytendur Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“
Neytendur Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira