Guðmundur Hörður vill verða formaður Neytendasamtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Fyrrverandi formaður Landverndar vill stýra Neytendasamtökunum og boðar breytingar. Aðsend Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“ Neytendur Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“
Neytendur Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira