Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. vísir/jón sigurður „Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur. Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
„Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur.
Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30